Thursday, January 12, 2017



Eitt sem ég vildi minnast á,  ekki síst til að muna,  er að hér er umbúða og plastnotkun í þvílíku óefni að það hálfa væri nóg !   Morgunmaturinn í morgun var til dæmis eftirfarandi:  allt morgunkornið pakkað í litla pakka.  Sykur, salt, mjólk, hunang, rjómaostur, sulta, smjör og slíkt allt í litlum plastboxum fyrir hvern og einn.  Öll glös voru einnota plastglös, mál fyrir te og kaffi einnota, hnífapörin einnota, öllu brauði pakkað í plast, sneið fyrir sneið, öllu sætabrauði pakkaði í plastfilmu og ávöxtunum líka,  hverjum fyrir sig,  og allt endaði þetta plastdót í ruslinu og öllum fannst þetta hinn eðlilegasti hlutur - held þau þurfi að skerpa sig hér í Ameríkuhreppi ef ekki á illa að fara ...

No comments:

Post a Comment