Náðum sólbaði á sundlaugarbakkanum á Fairfield Key West áður en við lögðum af stað til Miami. Það er engin spurning að manni langar að koma aftur til Key West. Wow gerir það reyndar frekar einfalt með ódýru flugi til Miami sem fer að hefjast og svo myndi ég fljúga niður eftir en ekki keyra held ég. Það er einfaldara að keyra þar sem aksturinn tekur um 4 og hálfan tíma með einhverjum stoppum. Maður þarf ekki bíl á Key West ef að hótelið er í miðbænum. Þá dugar reiðhjól fullkomnlega :-)
En við keyrðum beinustu leið til Miami og núna vorum við ekki jafn spennt fyrir útsýninu enda búin að sjá það áður. Ekki alveg einfalt að keyra inn í borgina, sex akreinar í hvora átt, brýr og fráreinar út um allt. Enda rugluðumst við nokkrum sinnum. Var dauðhrædd um að enda í Little Haiti hverfinu en það vill maður alls ekki segir gæda bókin góða ! ! !
En um leið og við komum yfir á South beach varð þetta einfalt enda er gatnakerfi borga í Bandaríkunum svo ótrúlega skipulagt og einfalt. Um leið og maður veit númer götunnar sem maður er á þá er þetta bara lige ud ad landevejen. Townhouse hotel er á 20th Street alveg við ströndina. Fínt hótel. Röltum á ströndinni síðdegis og dáðumst að skemmtigerðaskipunum sem öll sigldu úr höfn um kl. 18. Það virðist vera ritúalið þeirra allra. Enduðum á happy hour á Ritz hótelinu en framundan er kvöldverður einhvers staðar og svo ætlum við að enda kvöldið á ferlega huggulegum rooftop bar sem er hér á hótelinu.
No comments:
Post a Comment