Náðum nokkrum tímum á ströndinni í Vero Beach áður en við lögðum af stað áleiðis til Key West. Þetta er skrambi langt þannig að við ákváðum að taka þetta í tveimur áföngum. Keyra eins langt og við nenntum á fimtudeginum og verða þá komin frekar í fyrra fallinu á föstudeginum til Key West sem er syðsti staður USA. Við keyrðum Florida turnpike hraðbrautina vel niður fyrir Miami og það er í stuttu máli ekkert að sjá á leiðinni. Skoðuðum reyndar Mel Fisher treasure and wreck safn á leiðinni og það var áhugavert. Sá ágæti maður eyddi ekki nema 16 ártum ævi sinnar í að leita að flaki galeiðunnar Atocha. En þegar hann fann hana var það vel þess virði en hann dró þá á land hundruðir kílóa af gulli, silfri og eðalsteinum sem hann fékk að eiga eftir reyndar 12 ára meðhöndlun dómstóla á máli sem Flórída ríki höfðaði á hendur honum enda vildi ríkið eiga fjársjóðinn. Ekki amalegt að eiga fjársjóð :-)
En um leið og maður er kominn niður á rifin þá verður hér áhugaverðara að keyra. The Florida keys eru löng ræma eyja sem tengdar eru með brúm þannig að hægt er að keyra yfir þær allar. Eyjarnar eru í raun kóralrif og sum rétt varla nema vegurinn. Þarna er afskaplega gaman að keyra og ekki síst yfir þessar ofboðslega löngu brýr. Það er afar sérstakt enda er ekkert í kringum mann á meðan nema hafið og hvergi land nema þessi litlu rif. Hvarflar óneitanlega að manni umræðan um hækkun sjávarmáls ef áhrif lofslagsbreytinga verða að veruleika. Þarna má líka víða sjá að hús eru byggð á "stultum". Ágætis lofhæð er undir húsunum og er það rými þá bæði bílskúr og carport og íbúðin ofan á. Þarna getur án vafa flætt duglega í vondum veðrum og hæð yfir sjávarmáli nær engin í byggðunum.
Við náðum til Islamorada þarna um kvöldið og fundum ágætis mótel eftir að hafa leitað ráða hjá verslunareiganda við aðalgötuna. Old Tavernier er fínn veitingastaður sem byggir á sögu smyglara og sjóræningja. Þar var þjónninn skrafhrifin og lá ekki á skoðunum sínum. Flest allt þarna eins og annars staðar í Flórída væri í eigu mafíunnar sem rakaði til sín peningum. Þeir ættu meira að segja vegina og innheimtu þar endalausa vegtolla enda hafði ríkið selt þeim vegina fyrir nokkrum árum.
No comments:
Post a Comment